Um Fornusanda   Prenta 


Fornusandar

861 Hvolsvelli
Símar:
Finnbogi - 8244040
Magnús - 8244041
Axel - 8978502
Tryggvi - 8625144
 

Ræktunin okkar

Fornusandar undir Eyjafjöllum eru tómstundabú. Þar stunda hrossarækt bræðurnir Tryggvi, Magnús, Axel og Finnbogi Geirssynir, ásamt fjölskyldum sínum. Bræðurnir ræktuðu hross í allmörg ár að Steinum 4 undir Eyjafjöllum, þar sem þeir eru fæddir og uppaldir. Hin eiginlega ræktun á Fornusöndum hófst þegar þeir keyptu jörðina 1994. Ræktunin nú byggist ræktunin nær eingöngu á fyrstuverðlauna hryssum og stóðhestum.

Stofnhryssur búsins komu víða að, en flestar hryssur búsins nú eru heimaræktaðar. Undanfarin ár hafa margir fyrstuverðlauna stóðhestar komið við sögu í ræktuninni. Þar má nefna Hreim frá Fornusöndum, Klæng frá Skálakoti, Orra frá Þúfu, Þórodd frá Þóroddsstöðum, Kjark frá Egilsstaðabæ, Adam frá Ásmundarstöðum, Aron frá Strandarhöfði, Keili frá Miðsitju, Sæ frá Bakkakoti, Vilmund frá Feti og marga fleiri. Meðal þekktra hrossa frá Fornusöndum má nefna stóðhestinn Hreim og hryssuna Svörtu-Nótt sem bæði voru á meðal efstu kynbótahrossa landsins 2006 í sínum flokki.

Markmið ræktunarinnar á Fornusöndum er að rækta hross með mikilli útgeislun, fótaburð og rými og umfram allt geðgóð og viljug. Öll hross í eigu bræðranna eru skráð í Worldfeng. Á heimasíðunni eru öll hross búsins. Myndir eru flestar teknar af eigendum.

Fornusandar eru undir Vestur Eyjafjöllum í Rangárþingi eystra. Ekið er austur yfir Markarfljótsbrú, framhjá Seljalandi og Heimalandi og beygt til hægri veg 247, merktan Seljalandssel. Bærinn er um 5 kílómetra frá þjóðvegi 1. Sé komið úr austri er styttra að beygja til vinstri af þjóðvegi 1, til móts við bæinn Hvamm, inn á þjóðveg 247. Þar er afleggjarinn merktur Fornusandar.