Atli annar á folaldasýningu | ![]() |
Mars 2011: Atli frá Fornusöndum varð annar í folaflokki í Folaldasýningu Andvara nú í febrúar (2011). Atli er jarpur, undan Byr frá Mykjunesi og Brittu frá Kirkjubæ, ræktandi og eigandi er Jóhann Axel Geirsson. Folaldasýning Hrossaræktarfélags Andvara var í Reiðhöllinni á Kjóavölllum í byrjun febrúar 2011. Nokkur fjöldi áhorfenda fylgdist með, en dómarar voru Ólafur Hafsteinn Einarsson og Kristinn Hugason. Atli frá Fornusöndum hlaut 37 stig, einu færra en sigurvegarar í báðum flokkum. Efstur í folaflokki varð Askur frá Nátthaga, ræktandi er Brynja Viðarsdóttir. Í hryssuflokki varð efst Sóllilja frá ræktunarbúinu Hamarsey, en önnur Orka frá Haga, ræktandi Hannes Hjartarson. |