Von á góðu í vor   Prenta 

Október 2010: 

Ræktunarhryssur Fornusandabúsins koma vel af sumri. Þær eru allar fyljaðar á þessu hausti, samkvæmt niðurstöðum hljóðsjár. Fari allt að óskum í vetur og vor, er því von á góðum og fallegum hópi folalda á Söndum sumarið 2011.

Ræktunarhryssurnar á Fornusöndum hittu fyrir fjölbreyttan og glæstan hóp stóðhesta á síðastliðnu sumri. Á meðal stóðhesta sem Fornusandabræður eiga von á afkvæmum undan næsta sumar eru Þóroddur frá Þóroddsstöðum, Hreimur frá Fornusöndum, Byr frá Mykjunesi, Klængur frá Skálakoti, Aris frá Akureyri, Krákur frá Blesastöðum, Vilmundur frá Feti, Dugur frá Þúfu og Sólbjartur frá Flekkudal. Sólbjartur er enn ódæmdur, en lofar góðu. Foreldrar hans eru margdáðir og dæmdir, Pyttla frá Flekkudal og Huginn frá Haga.