Glæsi-leg byggingareinkunn   Prenta 

Júní 2013:

Stóðhesturinn Glæsir frá Fornusöndum (undan Svörtu Nótt og Þóroddi frá Þóroddsstöðum) fékk glæsilega byggingareinkunn á Selfossi. Hann fékk 8,20 aðeins fjögurra vetra, þar af 8,5 fyrir háls, herðar og bóga, hófa og samræmi. Fróðum sem skoðað hafa Glæsi ber saman um að ekki sé sérstök bjartsýni að ætla honum miklu hærri einkunn fyrir byggingu síðar, þegar hann hefur tekið út frekari þroska.  Ákveðið hefur verið að sýna hæfileika Glæsis næsta sumar.